
Leiðbeiningar við skráningu í BIOSTRENGTH tæki
1. Keyptu Aðgang að BIOSTRENGTH í Sporthúsinu
Þú getur valið að kaupa aðgang að Biostrength í Technogym appinu á svæði Sporthússins undir “Biostrength” eða á vef Sporthússins hér.
Hægt er að skrá sig í ótímabundna áskrift eða kaupa aðgang að tækjunum í sólarhring. Eftir það stofnast sjálfkrafa Mywellness notandaaðgangur fyrir þig með netfanginu sem þú gafst upp í kaupferlinu ef þú varst ekki með hann fyrir. Aðganginn notar þú svo í Technogym appinu við notkun á Biostrength tækjunum.
2. Náðu í Technogym appið

QR kóði fyrir svæði Sporthússins í Kópavogi í appinu
Þú getur fylgt þessum hlekk: https://tgapp-link.mywellness.com/71e508c28 eða skannað þennan QR kóða til þess að komast á svæði Sporthússins í Kópavogi í appinu.

QR kóði fyrir svæði Sporthússins í Reykjanesbæ í appinu
Þú getur fylgt þessum hlekk: https://tgapp-link.mywellness.com/3e8802aba eða skannað þennan QR kóða til þess að komast á svæði Sporthússins í Reykjanesbæ í appinu.

3. Innskráning í BIOSTRENGTH tæki í fyrsta sinn
Notaðu netfangið sem þú gafst upp í kaupferlinu og lykilorðið sem þú valdir þér til þess að skrá þig inn (log in) í Technogym appinu.
Í Biostrength tæki:
- Skráðu þig inn í valmynd undir “Login”.
Í símanum þínum:
- Opnaðu Technogym Appið í símanum
- Veldu ‘Coach’ táknið vinstra megin í valmynd neðst á skjánum.

- Veldu QR-merkið uppi hægra megin og skannaðu QR kóðann í tækinu sem þú ætlar að þjálfa í.

Fyrsta notkun í BIOSTRENGTH tæki
BIOSTRENGTH ákvarðar þinn hreyfiferil (ROM)
- Gríptu um handföng og framkvæmdu þrjár þéttar endurtekningar á frekar rólegum hraða. Gættu þess að fara alla leið upp og niður (eða fram og aftur) en ekki ýkja hreyfinguna. Biostrength notar þessar endurtekningar til að stilla arma tækisins fyrir þig næst þegar þú notar tækið.
- Í fótapressu þarf að handstilla halla sætis og stöðu axlapúða, og í fótaréttu þarf að handstilla stöðu púða sem ökkli ýtir á.
BIOSTRENGTH ákvarðar hámarksstyrkinn þinn
- Komdu þér vel fyrir í tækinu og búðu þig undir að ýta/toga af hámarkskrafti.
- Þegar tækið segir “Get ready to push three times at maximum intensity”, búðu þig þá undir að ýta/toga af alefli, tækið mun ýta hæfilega fast á móti til að mæla hámarksstyrk þinn. Þegar myndin hægra megin birtist er tækið tilbúið að taka á móti - taktu á því af alefli!*

*Endurtaktu þrisvar sinnum og ýttu að því loknu á “Confirm”. Nú hefur Biostrength allar upplýsingar til að reikna út hæfilega mótstöðu fyrir þig miðað við það markmið sem þú velur.
Veldu þér markmið eða æfingaform
- Ef þú vilt þiggja aðstoð gervigreindar og ná allt að 30% meiri árangri á sama æfingatíma, veldu eitt af markmiðunum fjórum: Tone, Power, Hypertrophy eða Strong og fylgdu leiðbeiningum tækisins.
- Ef þú ert vanur iðkandi og vilt notfæra þér Drop set, pýramídasett eða aðrar þróaðar æfingaaðferðir, veldu þá “Custom” og þú ert þaulvanur notandi sem vilt prógrammera þínar æfingar sjálfur, veldu þá “Free”.

Sjá nánari lýsingar á markmiðum hér fyrir neðan.
Nánari lýsingar á markmiðum:
Æfingin sjálf (miðað við Tone, Power, Hypertrophy eða Strong)
- Fylgdu fyrirmælum á skjánum. Athugaðu að til að byrja æfingasett þarftu alltaf að ýta á græna reitinn með hvítu örinni, hægra megin á skjánum.
- Þegar settinu er lokið mælir Biostrength tækið hvíldina þína með bláum reit efst á skjánum sem minnkar eftir því sem minna verður eftir af hvíldinni. Þegar hvíld er lokið ýtirðu aftur á græna reitinn til að taka næsta sett.
- Þegar þú hefur lokið hverju setti gefur Biostrength þér endurgjöf á frammistöðu þinni.
- Þegar öllum settum í þessu tæki er lokið stingur Biostrength upp á næsta æfingatæki fyrir þig.
Framkvæmd æfinga (miðað við Tone, Power, Hypertrophy eða Strong)
- Fylgdu fyrirmælum á skjánum. Athugaðu að til að byrja æfingasett þarftu alltaf að ýta á græna reitinn með hvítu örinni, hægra megin á skjánum.

- Þegar settinu er lokið mælir Biostrength tækið hvíldina þína með bláum reit efst á skjánum sem minnkar eftir því sem minna verður eftir af hvíldinni. Þegar hvíld er lokið ýtirðu aftur á græna hnappinn og endurtekur æfinguna.
Þegar þú hefur lokið setti gefur Biostrength þér endurgjöf á frammistöðu þinni. Þegar öllum settum í tæki er lokið stingur Biostrength upp á næsta æfingatæki fyrir þig.